23.10.2012 | 17:55
Ein ferðaskrifstofa að yfirtaka aðra ferðakrifstofu !!!
Hvorki Iceland Express, né Wow Air, eru flugfélög !!
Þetta eru ferðaskrifstofur sem leigja flugvélar og plata Íslendinga-kjána til að halda að þau séu flugfélög.
Svona var bannað í Noregi;
Það er ekki nóg að hafa farþegaþotur á leigu til að mega kalla sig flugfélag í Noregi. Þetta er niðurstaða norskra flugmálayfirvalda sem hafa bannað forsvarsmönnum FlyNonStop að kynna félagið sem flugfélag í markaðsefni sínu samkvæmt tilkynningu á vef Luftfartstilsynet.
FlyNonStop hefur starfssemi á næsta ári og mun bjóða upp á áætlunarferðir til nokkurra áfangastaða frá Kristiansand í suðurhluta Noregs. Félagið hefur leigt þotur til rekstursins en ætlar ekki að gerast flugrekandi. Þetta er álíka rekstrarmódel og Iceland Express og WOW air nota
WOW air yfirtekur Iceland Express | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held nú að þeir sem hafa nennt að kynna sér málið viti nú að IE og WOW eru ekki flugfélög.
Guðmundur Björn, 23.10.2012 kl. 18:32
Vá hvað þú nennir að röfla.
Hverju breytir það hvað misgáfaðir fjölmiðlar kalla fyrirtækin ? Ekki kalla þau sig sjálf flugfélög...
D (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 02:15
Hvað er flugfélag?
Var að skoða lög um loftferðir og þar kemur hvergi fram orðið flugfélag, einungis flugrekandi. Þannig að út frá því gæti Wow kallað sig flugféla!
Tek það þó fram að ég hef einungis litið hratt yfir leitarniðurstöður á althingi.is og væri ég ánægður ef þú gætir vísað í hvar orðið Flugfélag er "verndað" hér á landi.
Gestur Leó Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.