Guðlaugur Þór í líkamsrækt

Það er alveg ótrúlegt hvað Gulaugur Þór, Heilbrigðisráðherra, er vanhæfur, hann ætti kannske að fara í endurhæfingu hjá konu sinni Águstu.

Hann virðist ekki skilja að heilbrigðisstéttirnar, læknar og hjúkrunarfólk eiga allt gott skilið, sem dæmi má nefna, að ég væri ekki á lífi, nema vegna hjálpar þessa fólks á gjörgæsludeild, bæklunarskurðardeildum, Grensásdeild og Reykjalundi, eftir mjög alvarlegt slys.

Ég hef alltaf borgað mikla skatta, og sé alls ekki eftir því núna, eftir að fá að upplifa hversu heppin við Íslendingar erum að eiga svona gott heilbrigðisstarfsfólk.

Það er ýmislegt annað sem má skoða, eins og t.d. Tryggingarstofnun, sem ég, sem betur fer, hef aldrei þurft að nota fyrr en eftir slysið, sú stofnun þarf virkilega á endurhæfingu að halda, enda er nánast óskiljanlegt apparat.

Kannske mættu Ráðherrar og Alþingismenn, ganga fram og sýna okkur hinum, þessum vesalings almenningi, gott fordæmi.

Kannske er það rétt hjá Vinstri Grænum, að Guðlaugur Þór ætli að einkavæða heilbrigðisgeiran, sem má alls ekki gerast, ég bjó í Bandaríkjunum í 12 ár, og veit hvað það er dýrt, nema þú hafir tryggingar.

Auðvitað er heilbrigðiskerfið á Íslandi dýrt, en það borga þó allir, bæði ríkir og þeir sem minna meiga sín, mundu það Guðlaugur Þór.........

 


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vegna fámennis verður alltaf dýrt að halda uppi heilbrigðiskerfinu.....en ég held að við viljum öll borga fyrir það. Við vitum aldrei hvenær kemur að okkur sjálfum eða okkar nánustu.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband